Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   sun 14. ágúst 2022 17:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Þægilegt fyrir Bayern gegn Wolfsburg
Mynd: EPA
Mynd: EPA

FC Bayern tók á móti Wolfsburg í þýska boltanum í dag og lenti ekki í erfiðleikum. 


Sadio Mane kom boltanum í netið en markið ekki dæmt gilt vegna rangstöðu og nokkru síðar skoraði hinn bráðefnilegi Jamal Musiala fyrsta mark leiksins.

Thomas Müller tvöfaldaði forystuna fyrir leikhlé og urðu lokatölur 2-0 þar sem gestirnir gerðu sig afar sjaldan líklega til að koma sér aftur inn í leikinn.

Mane kom boltanum aftur í netið í seinni hálfleik en aftur var dæmd rangstæða.

Þýskalandsmeistararnir byrja tímabilið af krafti á meðan Wolfsburg er með eitt stig.

Mainz og Union Berlin áttust einnig við í dag og gerðu markalaust jafntefli eftir nokkuð jafnan leik. Bæði lið eru með fjögur stig eftir tvær umferðir.

FC Bayern 2 - 0 Wolfsburg
1-0 Jamal Musiala ('33)
2-0 Thomas Müller ('44)

Mainz 0 - 0 Union Berlin


Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Hoffenheim 9 5 1 3 18 15 +3 16
7 Köln 9 4 2 3 16 12 +4 14
8 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
9 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 9 2 2 5 11 16 -5 8
13 Hamburger 9 2 2 5 8 15 -7 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir
banner
banner