Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
Venni: Get ekkert farið að sparka í ruslatunnur eða urðað yfir menn
Hemmi hafði ekki tíma í að einbeita sér að leiknum - „Það voru allir að biðja um skiptingu"
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
   sun 14. ágúst 2022 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Tryggvi Hrafn: Sagði við Jesper ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu
Magnaður í kvöld
Magnaður í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var gjörsamlega magnaður í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni en Tryggvi lagði upp tvö mörk og skoraði einnig tvö góð mörk. Liðin mættust á Hlíðarenda í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

"Já það mætti segja þetta hafi verið flugeldasýning eftir að við lentum undir og við eitthvern veginn skulduðum góða frammistöðu og að vinna þægilegan leik þannig maður er bara drullu sáttur með þetta Sagði Tryggvi í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Hvernig fannst Tryggva sitt lið snúa blaðinu við eftir að hafa lent 0-1 undir?

"Við ræddum þetta fyrir leik sama hvort að þeir myndu komast yfir eða við myndum komast yfir þá ætluðum við bara að halda áfram allann tímann og við gerðum það og þetta small bara í seinni hálfleik sérstaklega og sigldum þessu mjög þæginlega heim"

Þrír sigurleikir og eitt jafntefli eftir innkomu Óla Jó, ágætis meðbyr með Völsurum þessa stundina.

"Já þrír sigurleikir í röð við þurftum bara að byrja vinna leiki og klifra upp töfluna og reyna ná allavegana evrópusæti þannig við vonandi höldum þessu bara áfram og reynum að vinna okkur upp töfluna, við erum að reyna halda boltanum og hafa smá gaman að þessu og spilað góðan sóknarleik og það hefur verið að virka þannig maður er bara sáttur með þetta hingað til"

Tryggvi skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu, flottasta markið á ferlinum?

"Já já eða ég þarf eiginlega að sjá þetta aftur, maður var hálfpartinn byrjaður að fagna áður en að boltinn var kominn í netið, ég var ósáttur við Jesper hérna um daginn að vera taka þessar aukaspyrnur þegar hann chippar bara á markmanninn þannig ég sagði bara ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu og það fór sem betur fer svona"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner