Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 14. ágúst 2022 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Tryggvi Hrafn: Sagði við Jesper ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu
Magnaður í kvöld
Magnaður í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var gjörsamlega magnaður í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni en Tryggvi lagði upp tvö mörk og skoraði einnig tvö góð mörk. Liðin mættust á Hlíðarenda í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

"Já það mætti segja þetta hafi verið flugeldasýning eftir að við lentum undir og við eitthvern veginn skulduðum góða frammistöðu og að vinna þægilegan leik þannig maður er bara drullu sáttur með þetta Sagði Tryggvi í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Hvernig fannst Tryggva sitt lið snúa blaðinu við eftir að hafa lent 0-1 undir?

"Við ræddum þetta fyrir leik sama hvort að þeir myndu komast yfir eða við myndum komast yfir þá ætluðum við bara að halda áfram allann tímann og við gerðum það og þetta small bara í seinni hálfleik sérstaklega og sigldum þessu mjög þæginlega heim"

Þrír sigurleikir og eitt jafntefli eftir innkomu Óla Jó, ágætis meðbyr með Völsurum þessa stundina.

"Já þrír sigurleikir í röð við þurftum bara að byrja vinna leiki og klifra upp töfluna og reyna ná allavegana evrópusæti þannig við vonandi höldum þessu bara áfram og reynum að vinna okkur upp töfluna, við erum að reyna halda boltanum og hafa smá gaman að þessu og spilað góðan sóknarleik og það hefur verið að virka þannig maður er bara sáttur með þetta hingað til"

Tryggvi skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu, flottasta markið á ferlinum?

"Já já eða ég þarf eiginlega að sjá þetta aftur, maður var hálfpartinn byrjaður að fagna áður en að boltinn var kominn í netið, ég var ósáttur við Jesper hérna um daginn að vera taka þessar aukaspyrnur þegar hann chippar bara á markmanninn þannig ég sagði bara ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu og það fór sem betur fer svona"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner