Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   sun 14. ágúst 2022 22:06
Arnar Laufdal Arnarsson
Tryggvi Hrafn: Sagði við Jesper ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu
Magnaður í kvöld
Magnaður í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tryggvi Hrafn Haraldsson var gjörsamlega magnaður í 6-1 sigri Vals á Stjörnunni en Tryggvi lagði upp tvö mörk og skoraði einnig tvö góð mörk. Liðin mættust á Hlíðarenda í 17.umferð Bestu deildar karla.

Lestu um leikinn: Valur 6 -  1 Stjarnan

"Já það mætti segja þetta hafi verið flugeldasýning eftir að við lentum undir og við eitthvern veginn skulduðum góða frammistöðu og að vinna þægilegan leik þannig maður er bara drullu sáttur með þetta Sagði Tryggvi í viðtali við Fótbolta.net eftir leik.

Hvernig fannst Tryggva sitt lið snúa blaðinu við eftir að hafa lent 0-1 undir?

"Við ræddum þetta fyrir leik sama hvort að þeir myndu komast yfir eða við myndum komast yfir þá ætluðum við bara að halda áfram allann tímann og við gerðum það og þetta small bara í seinni hálfleik sérstaklega og sigldum þessu mjög þæginlega heim"

Þrír sigurleikir og eitt jafntefli eftir innkomu Óla Jó, ágætis meðbyr með Völsurum þessa stundina.

"Já þrír sigurleikir í röð við þurftum bara að byrja vinna leiki og klifra upp töfluna og reyna ná allavegana evrópusæti þannig við vonandi höldum þessu bara áfram og reynum að vinna okkur upp töfluna, við erum að reyna halda boltanum og hafa smá gaman að þessu og spilað góðan sóknarleik og það hefur verið að virka þannig maður er bara sáttur með þetta hingað til"

Tryggvi skoraði magnað mark beint úr aukaspyrnu, flottasta markið á ferlinum?

"Já já eða ég þarf eiginlega að sjá þetta aftur, maður var hálfpartinn byrjaður að fagna áður en að boltinn var kominn í netið, ég var ósáttur við Jesper hérna um daginn að vera taka þessar aukaspyrnur þegar hann chippar bara á markmanninn þannig ég sagði bara ég ætlaði að taka þessa aukaspyrnu og það fór sem betur fer svona"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner