Real Madrid vill Rodri, Trent og Saliba - Karim Adeyemi orðaður við Man Utd - Newcastle vill Gomes
banner
   mán 14. ágúst 2023 09:51
Elvar Geir Magnússon
Danskur miðvörður í Stjörnuna (Staðfest)
Kristian Riis.
Kristian Riis.
Mynd: Getty Images
Stjarnan hefur fengið til sín danska miðvörðinn Kristian Riis. Samningur hans við Lyngby rann út eftir síðasta tímabil.

Riis er 26 ára og hefur leikið 23 leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom upp úr frægu unglingastarfi Midtjylland. Hann lék fyrstu átta leiki Lyngby á síðasta tímabili en meiddist svo illa á hné og gat ekki spilað meira á tímabilinu. Freyr Alexandersson þjálfar Lyngby.

Leikheimild Riis, sem á níu yngri landsleiki með Dönum að baki, tekur gildi á morgun svo ljóst er að hann verður ekki með Stjörnunni í kvöld þegar liðið leikur gegn Fylki í Bestu deildinni.

Félagaskiptaglugganum hér á landi lokar á morgun en Stjarnan er í sjötta sæti Bestu deildarinnar, hefur verið á fínu skriði og vonast til að landa Evrópusæti á tímabilinu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner