Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   lau 14. september 2019 18:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Víkingur R. er Mjólkurbikarmeistari
Annar bikarmeistarartitill Víkinga
Víkingar eru bikarmeistarar!
Víkingar eru bikarmeistarar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leiknum.
Úr leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur R. 1 - 0 FH
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('58 , víti)
Rautt spjald:Pétur Viðarsson, FH ('60)
Lestu nánar um leikinn

Víkingur Reykjavík er bikarmeistari karla í fyrsta sinn síðan 1971. Þetta er annar bikarmeistaratitill í sögu félagsins!

Víkingur mætti FH á Laugardalsvelli og það var kraftur í liði Arnars Gunnlaugssonar frá byrjun. Víkingar byrjuðu betur og eftir tæpar 20 mínútur fékk Guðmundur Andri Tryggvason gott færi til að skora. Daði í marki FH sá hins vegar við honum og varði vel.

Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleiknum, en það dró til tíðinda snemma í seinni hálfleiknum. Á 57. mínútu fékk Víkingur vítaspyrnu.

„Þórður Þorsteinn fær hér boltann í hendina þegar að hann reynir að skalla boltann frá. Alveg einstaklega klaufalegt hjá Skagamanninum," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.

Óttar Magnús Karlsson fór á vítapunktinn. Daði Freyr var í boltanum, en hann varði hann í stöngina og inn. Víkingar fögnuðu auðvitað af mikilli innlifun.

Stuttu eftir vítaspyrnuna fékk Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Guðmund Andra. FH-ingar voru allt annað en sáttir með dóminn.

Sjá einnig:
Mjög skiptar skoðanir á rauða spjaldinu

Það var allt undir hjá FH á lokamínútunum og leikmenn Fimleikafélagsins reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Það tókst þeim hins vegar ekki. Víkingar sigldu sigrinum heim og eru þeir Mjólkurbikarmeistarar!

Til hamingju Víkingar!

Athugasemdir
banner