Annar bikarmeistarartitill Víkinga

Víkingur R. 1 - 0 FH
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('58 , víti)
Rautt spjald:Pétur Viðarsson, FH ('60)
Lestu nánar um leikinn
1-0 Óttar Magnús Karlsson ('58 , víti)
Rautt spjald:Pétur Viðarsson, FH ('60)
Lestu nánar um leikinn
Víkingur Reykjavík er bikarmeistari karla í fyrsta sinn síðan 1971. Þetta er annar bikarmeistaratitill í sögu félagsins!
Víkingur mætti FH á Laugardalsvelli og það var kraftur í liði Arnars Gunnlaugssonar frá byrjun. Víkingar byrjuðu betur og eftir tæpar 20 mínútur fékk Guðmundur Andri Tryggvason gott færi til að skora. Daði í marki FH sá hins vegar við honum og varði vel.
Staðan var markalaus að loknum fyrri hálfleiknum, en það dró til tíðinda snemma í seinni hálfleiknum. Á 57. mínútu fékk Víkingur vítaspyrnu.
„Þórður Þorsteinn fær hér boltann í hendina þegar að hann reynir að skalla boltann frá. Alveg einstaklega klaufalegt hjá Skagamanninum," skrifaði Kristófer Jónsson í beinni textalýsingu.
Óttar Magnús Karlsson fór á vítapunktinn. Daði Freyr var í boltanum, en hann varði hann í stöngina og inn. Víkingar fögnuðu auðvitað af mikilli innlifun.
Stuttu eftir vítaspyrnuna fékk Pétur Viðarsson, varnarmaður FH, rauða spjaldið fyrir að stíga ofan á Guðmund Andra. FH-ingar voru allt annað en sáttir með dóminn.
Sjá einnig:
Mjög skiptar skoðanir á rauða spjaldinu
Það var allt undir hjá FH á lokamínútunum og leikmenn Fimleikafélagsins reyndu hvað þeir gátu til að jafna. Það tókst þeim hins vegar ekki. Víkingar sigldu sigrinum heim og eru þeir Mjólkurbikarmeistarar!
Til hamingju Víkingar!
Spila besta fótboltann á Íslandi og titill i höfn GET IN VIKES
— Aron Þrándarson (@aronthrandar) September 14, 2019
Athugasemdir