
Nú er í gangi úrslitaleikur Mjólkurbikarsins milli Víkings og FH en með því að smella hérna er hægt að fara í beina textalýsingu frá leiknum.
Pétur Viðarsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu leiksins.
„FH-INGAR ORÐNIR EINUM FÆRRI!!!!! Pétur Viðarsson og Guðmundur Andri eigast hér við í 50/50 baráttu og Guðmundur fellur. Pétur stígur svo á bringuna á honum í snúningnum og fær beint rautt fyrir vikið. Er nokkuð viss um að þetta hafi verið óviljandi. Nú er brekkan heldur betur brött fyrir FH," segir Kristófer Jónsson í textalýsingu.
Hér má sjá viðbrögð á Twitter við rauða spjaldinu en skiptar skoðanir eru á dómnum. Pétur Guðmundsson gaf rautt en Ívar Orri fjórði dómari virðist hafa tekið ákvörðunina.
Pétur Viðarsson, leikmaður FH, fékk að líta rauða spjaldið á 60. mínútu leiksins.
„FH-INGAR ORÐNIR EINUM FÆRRI!!!!! Pétur Viðarsson og Guðmundur Andri eigast hér við í 50/50 baráttu og Guðmundur fellur. Pétur stígur svo á bringuna á honum í snúningnum og fær beint rautt fyrir vikið. Er nokkuð viss um að þetta hafi verið óviljandi. Nú er brekkan heldur betur brött fyrir FH," segir Kristófer Jónsson í textalýsingu.
Hér má sjá viðbrögð á Twitter við rauða spjaldinu en skiptar skoðanir eru á dómnum. Pétur Guðmundsson gaf rautt en Ívar Orri fjórði dómari virðist hafa tekið ákvörðunina.
Not a red, not intentional, have to be 100% to send a player off in the cup final like that. #fotboltinet
— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) September 14, 2019
Hárréttur dómur FH eru búnir að vera ruddar allan leikinn! #fotboltinet #mjolkurbikarinn
— Halldór G Jónsson (@Dorijons1) September 14, 2019
Hörmungar ákvörðun að reka Pétur af velli. Aldrei viljandi og Leikrænir tilburðir Guðmunds Andra minntu á faðir hans TG9
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) September 14, 2019
Hann byrjar á að traðka á ökklanum á honum setur svo takkana í chestið. Þetta er eins rautt spjald og það verður.
— Jói Skúli (@joiskuli10) September 14, 2019
Hvað á Pétur Viðar að gera við fótinn? Einhverstaðar verður gaurinn að lenda. Hann horfir ekkert niður eða til baka. Galinn dómur að mínu mati. #mjolkurbikarinn
— Stefán Árni Pálsson (@stebboinn) September 14, 2019
Pétur dómari doing work. Eða Îvar. Stór ákvörðun en hárrétt.
— Kolbeinn Tumi (@kolbeinntumi) September 14, 2019
Athugasemdir