Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. september 2020 22:03
Aksentije Milisic
KA blæs á sögusagnir um Arnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson greindi frá því í Pepsi Max stúkunni í kvöld á Stöð2Sport að Arnar Grétarsson, þjálfari KA, muni hætta með liðið eftir tímabilið.

Guðmundur segir að Arnar hafi tilkynnt forráðarmönnum KA það að hann mun ekki halda áfram með liðið. Nú hefur KA hins vegar sagt að þessar fregnir séu ekki sannar og þá hefur Arnar Grétarsson sjálfur tjáð sig um málið á Twitter.

„Langar að taka það skýrt fram að ekkert hefur verið ákveðið enn með framhaldið á mínum störfum hjá KA. Markmið að setjast niður á næstunni til að ræða framhaldið," segir Arnar.

„Þar sem síminn minn stoppar ekki núna þá er fínt að það komi fram að KA gerði samning við Adda út okt. Aðilar sammála um að setjast niður ef og þegar sæti okkar í pepsi deildinni væri tryggt. Fullyrðingar um annað einfaldlega bull. .
@GummiBen takk fyrir rólegt kvöld :)"
sagði Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA á Twitter í kvöld.

Þá hafa fleiri tjáð sig um málið og sagt að það sé ekkert klár í málum Arnars og hvort hann muni halda áfram með liðið eða ekki.

Sjá einnig:
Arnar Grétarsson hættir með KA eftir tímabilið









Athugasemdir
banner
banner
banner