Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 14. september 2020 14:19
Elvar Geir Magnússon
Mikael orðaður við AGF
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mikael Anderson gæti fært sig um set í Danmörku en sagt er að AGF hafi mikinn áhuga á að fá hann í sínar raðir.

Hjá AGF má finna Jón Dag Þorsteinsson landsliðsmann.

Mikael er 22 ára og spilaði stórt hlutverk þegar Midtjylland varð meistari á síðasta tímabili. Hann hefur leikið sjö landsleiki fyrir Ísland.

Hann var ekki í leikmannahópi Midtjylland í fyrstu umferð dönsku úrvaladeildarinnar.

Orri Rafn Sigurðarson, kappleikjalýsandi á Viaplay, er búsettur í Danmörku og segir að AGF muni líklega leggja fram tilboð í Mikael í vikunni. Þá er sagt að fleiri dönsk félög séu að horfa til hans.

Mikael kom inn af bekknum í Þjóðadeildarleiknum gegn Belgíu í síðustu viku.


Athugasemdir
banner
banner
banner