FH-ingar tryggðu sæti sitt í efri hluta Bestu deildar karla þrátt fyrir að hafa gert dramatískt 2-2 jafntefli við Fram í lokaumferð í 22 leikja deild í Kaplakrika í dag. KA mun enda í neðri hlutanum þó liðið hafi unnið 4-1 stórsigur á Vestra á Akureyri.
FH var í fimmta sæti deildarinnar með 29 stig fyrir leikinn á meðan Fram gat tryggt sæti sitt með sigri.
Gestirnir úr Úlfarsdalnum gátu ekki beðið um betri byrjun. Israel Garcia skoraði á 16. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Frey Sigurðssyni og Framarar í góðum málum í annars tíðindalitlum fyrri hálfleik.
Liðin skiptust á færum snemma í hálfleiknum en þegar um rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka settu FH-ingar í fimmta gír og skoruðu tvö mörk á aðeins þremur mínútum.
Bjarni Guðjón Brynjólfssyni fékk boltann frá Birki Val Jónssyni, kom honum inn á teiginn á fyrirliðann Björn Daníel Sverrisson sem smellhitti boltann og í netið fór hann.
Lagleg stoðsending frá Bjarna sem skoraði síðan sigurmark FH-inga þremur mínútum síðar. Böðvar Böðvarsson vann boltann á kantinum, kom honum á varamanninn Bjarna sem setti boltann listilega vel í vinstra hornið.
Björn Daníel var hársbreidd frá því að gera þriðja markið þegar tæpur stundarfjórðungur var til leiksloka en skalli hans hafnaði í þverslánni.
Það var ákveðin vendipunktur þegar Jóhann Ægir Arnarsson, sem var ný kominn inn á sem varamaður, sá rauða spjaldið fyrir glórulausa tæklingu á Tibbling á miðjum velli.
Framarar vissu að tap myndi þýða það að liðið yrði í neðri hlutanum og settu þeir því allt í botn. Í uppbótartíma átti Simon Tibbling aukaspyrnu sem FH-ingar náðu ekki að hreinsa frá og var það Sigurjón Rúnarsson sem jafnaði metin.
Dramatískt hjá Fram og breytti það öllu. Þetta stig þýðir að FH er búið að tryggja sæti sitt í efri hlutanum en á sama tíma heldur Fram sjötta og síðasta sætinu með 29 stig, að minnsta kosti í bili.
Á morgun mun það ráðast hvort Fram heldur því sæti, en ÍBV á möguleika á að stela því. Til þess þarf það að vinna Íslandsmeistara Breiðabliks, en leikurinn er spilaður á Kópavogsvelli.
Frábær frammistaða KA ekki nóg til að enda í efri hlutanum
KA og Vestri munu spila í neðri hluta Bestu deildarinnar, en þetta varð ljóst eftir úrslit dagsins. KA vann leikinn 4-1, en það var ekki nóg til þess að komast í efri hlutann.
Leikurinn var fjörlega af stað. Bæði lið vildu vítaspyrnu snemma leiks en fengu ekki, en um það bil tuttugu mínútum síðar var bent á punktinn í teig Vestra-manna.
Hallgrímur Mar Steingrímsson sendi Guy Smit í vitlaust horn og kom KA í forystu.
Staðan í hálfleik 1-0 fyrir KA, en þegar tólf mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru það gestirnir sem fengu vítaspyrnu er Ívar Örn Árnason braut á Gunnari Jónasi Haukssyni.
Vítaspyrna Diego Montiel var jafn örugg og Hallgríms og staðan aftur jöfn.
Heimamenn létu þetta ekki á sig fá og ætluðu sér sigurinn í dag, sem hafðist.
Hans Viktor Guðmundsson kom þeim aftur yfir á 67. mínútu eftir hornspyrnu og þá bættu þeir Birnir Snær Ingason og Hallgrímur Mar við tveimur mörkum áður en flautað var til leiksloka.
Mikil áræðni í KA-mönnum sem unnu 4-1 sigur, en þar sem Fram tókst að jafna í lokin gegn FH þá þýðir það að KA endar í neðri hlutanum.
KA er í 7. sæti með 29 stig á meðan Vestri er í 9. sæti með 27 stig.
FH 2 - 2 Fram
0-1 Israel Garcia Moreno ('16 )
1-1 Björn Daníel Sverrisson ('69 )
2-1 Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('72 )
2-2 Sigurjón Rúnarsson ('92 )
Rautt spjald: Jóhann Ægir Arnarsson, FH ('83) Lestu um leikinn
KA 4 - 1 Vestri
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('28 , víti)
1-1 Diego Montiel ('57 , víti)
2-1 Hans Viktor Guðmundsson ('67 )
3-1 Birnir Snær Ingason ('76 )
4-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('83 )
Lestu um leikinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 21 | 12 | 4 | 5 | 52 - 33 | +19 | 40 |
2. Víkingur R. | 21 | 11 | 6 | 4 | 40 - 27 | +13 | 39 |
3. Stjarnan | 21 | 11 | 4 | 6 | 41 - 34 | +7 | 37 |
4. Breiðablik | 21 | 9 | 6 | 6 | 36 - 34 | +2 | 33 |
5. FH | 22 | 8 | 6 | 8 | 41 - 35 | +6 | 30 |
6. Fram | 22 | 8 | 5 | 9 | 32 - 31 | +1 | 29 |
7. KA | 22 | 8 | 5 | 9 | 29 - 39 | -10 | 29 |
8. ÍBV | 21 | 8 | 4 | 9 | 23 - 27 | -4 | 28 |
9. Vestri | 22 | 8 | 3 | 11 | 23 - 28 | -5 | 27 |
10. KR | 21 | 6 | 6 | 9 | 42 - 44 | -2 | 24 |
11. Afturelding | 21 | 5 | 6 | 10 | 28 - 36 | -8 | 21 |
12. ÍA | 21 | 6 | 1 | 14 | 23 - 42 | -19 | 19 |
Athugasemdir