Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 14. september 2025 17:11
Gunnar Bjartur Huginsson
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Heimir Guðjónsson vildi fá stigin þrjú úr þessum leik.
Heimir Guðjónsson vildi fá stigin þrjú úr þessum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

FH tók á móti Fram í lokaumferð Bestu deildar karla fyrir tvískiptingu. FH lentu undir í fyrri hálfleik eftir frábært mark Israel Garcia en skoruðu svo tvö mörk á þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik. Það var hins vegar Sigurjón Rúnarsson sem gerði mark í lok leiks, til þess að jafna leikinn fyrir Fram. Þrátt fyrir jafntefli eru FH-ingar tryggðir í efri hlutann.

Nei, það fannst mér ekki. Framarar komu hérna og þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það og tóku tíma í allt. Þeir eru með mjög gott lið og frábæran þjálfara. Þeir skoruðu mark og héldu áfram að reyna að drepa tempóið og Villi (Vilhjálmur Alvar dómari) leyfði þeim það," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, aðspurður hvort að 2-2 hafi verið sanngjörn niðurstaða. 


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Fram

Jóhann Ægir Arnarsson, leikmaður FH var búinn að vera inn á í tvær mínútur, þegar hann fékk að líta rauða spjaldið. 

Mér fannst Villi dæma leikinn mjög vel og mér finnst Villi frábær dómari. En ég talaði við hann í hálfleik og okay það er bætt við einni mínútu í fyrri hálfleik, þar sem Framarar voru að tefja innköst og aukaspyrnur og allt það. Svo komum við inn í seinni hálfleik og þeir eru að tefja. Svo skorum við og komumst yfir og við erum ekki eins klókir og þeir að tefja leikinn. Þá hlýtur það að vera þannig að liðið sem er ekki búið að vera tefja, hljóta að hagnast á því."

Með þessu jafntefli eru FH-ingar endanlega gulltryggðir inn í efra hlutann og sitja þannig í fimmta sæti Bestu deildar karla. 

Auðvitað vildum við enda þar og það tókst. En eins og við höfum talað um, þurfum við bara að setjast niður í vikunni og finna ný markmið."

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner