Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 16:23
Brynjar Ingi Erluson
Besta deild kvenna: Breiðablik og Valur unnu stórsigra - FHL fallið
Kvenaboltinn
Birta Georg skoraði þrennu fyrir Blika
Birta Georg skoraði þrennu fyrir Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriks skoraði einnig þrennu!
Fanndís Friðriks skoraði einnig þrennu!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FHL er fallið
FHL er fallið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistarar Breiðabliks færast nær því að verja titilinn eftir að liðið sótti öflugan 5-1 útisigur gegn FHL í 17. umferð Bestu deildarinnar í dag. Valskonur unnu á meðan Tindastól, 6-2, á Hlíðarenda.

Blikar hafa verið á svakalegri siglingu í deildinni og voru í leit að tíunda sigrinum í röð.

Það byrjaði vel. Birta Georgsdóttir, sem hefur verið sjóðandi heit á tímaiblinu, skoraði eftir undirbúning Öglu Maríu Albertsdóttur á 9. mínútu.

Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn og var því mikilvægt fyrir Blika að sækja annað markið undir lok hálfleiksins er Heiða Ragney Viðarsdóttir fékk sendingu frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur sem hún kláraði örugglega.

Blikar komu inn í síðari hálfleikinn ákveðnar í að gera út um leikinn og það gerðu þær á sex mínútum. Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði með skalla á 50. mínútu og fullkomnaði Birta síðan þrennuna með tveimur mörkum með stuttu millibili.

Christa Björg Andrésdóttir minnkaði muninn með sárabótarmarki á 58. mínútu en lengra komst FHL ekki.

Blikar eru nú með ellefu stiga forystu á toppnum þegar sex leikir eru eftir í deild og úrslitakeppni á meðan FHL er á botninum með 4 stig og er nú fallið niður í Lengjudeildina.

Valur í fjórða sætið og öruggt í efri hlutanum

Valskonur eru komnar upp í 4. sætið eftir magnaðan 6-2 sigur á Tindastóli á Hlíðarenda.

Arnfríður Auður Arnarsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir komu Völsurum í tveggja marka forystu á fyrsta stundarfjórðungnum, en Stólarnir svöruðu fyrir sig áður en hálfleikurinn var úti.

Makala Woods potaði boltanum í netið eftir hornspyrnu á 27. mínútu og jafnaði Aldís María Jóhannsdóttir metin níu mínútum síðar.

Staðan 2-2 í hálfleik en Valskonur völtuðu fyrir gestina í þeim síðari með fjórum mörkum.

Fanndís gerði annað mark sitt á 54. mínútu með skoti við nærstöng og inn. Berglind Rós Ágústsdóttir kom þeim aftur í tveggja marka forystu þegar hálftími var til leiksloka eftir smá barning í teignum.

Fanndís elti þrennuna og náði henni fyrir rest er hún klíndi boltanum í netið eftir sendingu frá Málfríði Önnu Eiríksdóttur. Frábær frammistaða Fanndísar í dag.

Á lokasekúndunum kom sjötta markið er María Dögg Jóhannesdóttir skallaði boltann í eigið net eftir fyrirgjöf frá Helenu Ósk Hálfdánardóttir.

Frábær sigur Valsara sem eru eins og áður segir komnar í 4. sætið með 27 stig og nú öruggar í efri hlutanum, en Tindastóll í næst neðsta sæti með 17 stig.

Valur 6 - 2 Tindastóll
1-0 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('6 )
2-0 Fanndís Friðriksdóttir ('12 )
2-1 Makala Woods ('27 )
2-2 Aldís María Jóhannsdóttir ('36 )
3-2 Fanndís Friðriksdóttir ('54 )
4-2 Berglind Rós Ágústsdóttir ('63 )
5-2 Fanndís Friðriksdóttir ('74 )
6-2 María Dögg Jóhannesdóttir ('90 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

FHL 1 - 5 Breiðablik
0-1 Birta Georgsdóttir ('9 )
0-2 Heiða Ragney Viðarsdóttir ('40 )
0-3 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('50 )
0-4 Birta Georgsdóttir ('53 )
0-5 Birta Georgsdóttir ('56 )
1-5 Christa Björg Andrésdóttir ('58 )
Lestu um leikinn
Besta-deild kvenna
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 17 15 1 1 68 - 13 +55 46
2.    FH 17 11 2 4 40 - 21 +19 35
3.    Þróttur R. 17 10 3 4 30 - 20 +10 33
4.    Valur 17 8 3 6 30 - 26 +4 27
5.    Stjarnan 17 8 1 8 29 - 32 -3 25
6.    Víkingur R. 17 7 1 9 36 - 39 -3 22
7.    Þór/KA 17 7 0 10 29 - 32 -3 21
8.    Fram 17 6 0 11 23 - 43 -20 18
9.    Tindastóll 17 5 2 10 22 - 40 -18 17
10.    FHL 17 1 1 15 11 - 52 -41 4
Athugasemdir
banner