Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   sun 14. september 2025 17:17
Ívan Guðjón Baldursson
Margir Íslendingar sem sátu á bekknum
Mynd: Gwangju FC
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Það var mikið um ónotaða varamenn frá Íslandi í leikjum dagsins víða um Evrópu. Hólmbert Aron Friðjónsson sat til að mynda á bekknum í flottum sigri Gwangju í Suður-Kóreu.

Gwangju er í 5. sæti deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í asísku Meistaradeildinni.

Nökkvi Þeyr Þórisson horfði þá á liðsfélaga sína í liði Sparta Rotterdam sigra Excelsior á útivelli. Sparta er með 9 stig eftir 5 umferðir í hollensku deildinni.

Í næstefstu deild í Þýskalandi sat Brynjar Ingi Bjarnason á bekknum í stóru tapi Greuther Fürth gegn Kaiserslautern. Brynjar og félagar eiga 6 stig eftir 5 umferðir.

Valgeir Lunddal Friðriksson var þá ekki með vegna smávægilegra meiðsla er Fortuna Düsseldorf vann á útivelli og er með 7 stig.

Breki Baldursson kom ekki við sögu í 3-0 tapi Esbjerg í næstefstu deild í Danmörku. Esbjerg er tveimur stigum frá toppnum eftir þetta tap.

Hákon Arnar Haraldsson missti af endurkomusigri Lille á heimavelli gegn Toulouse vegna meiðsla. Lille er í öðru sæti frönsku deildarinnar eftir þennan sigur, með 10 stig eftir 4 umferðir.

Þá var Brynjólfur Andersen Willumsson einnig fjarverandi vegna meiðsla er Groningen lagði Utrecht að velli í hollenska boltanum. Kolbeinn Birgir Finnsson var ónotaður varamaður í liði Utrecht en bæði lið eiga 9 stig eftir 5 leiki.

Róbert Frosti Þorkelsson var ekki með í tapi GAIS í Svíþjóð og byrjaði Guðmundur Þórarinsson á bekknum í sigri FC Noah í Armeníu.

Sverrir Ingi Ingason var ónotaður varamaður í tapleik hjá Panathinaikos í grísku deildinni og var Hilmir Rafn Mikaelsson ekki í hóp í 2-2 jafntefli hjá Viking í Noregi. Viðar Ari Jónsson var ónotaður varamaður í tapi HamKam á heimavelli.

Suwon 2 - 4 Gwangju

Excelsior 0 - 1 Sparta Rotterdam

Greuther Furth 0 - 3 Kaiserslautern

Preussen Munster 1 - 2 Dusseldorf

Hillerod 3 - 0 Esbjerg

Utrecht 0 - 1 Groningen

Lille 2 - 1 Toulouse

Sirius 3 - 0 GAIS

Kifisia 3 - 2 Panathinaikos

HamKam 1 - 2 Stromsgodset

KFUM Oslo 2 - 2 Viking

Athugasemdir
banner