Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
   sun 14. september 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Það eru blendnar tilfinningar," sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA, eftir sigur liðsins gegn Vestra í dag.

KA þurfti að treysta á að FH myndi vinna Fram til að eiga möguleika á að enda í efri hlutanum en Fram jafnaði metin á 92. mínútu.


Lestu um leikinn: KA 4 -  1 Vestri

„Ég kom út af og þá er sagt við mig að við séum í topp sex síðan sest ég niður þá er Fram að jafna. Þetta er ógeðslega svekkjandi en við getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt. Við erum klaufar í síðasta leik á móti Stjörnunni og fleiri leikir sem við hefðum getað klárað. Við tökum neðri sex með stæl, við erum vanir því," sagði Grímsi.

Hann var svekktur með að liðið hafi ekki skorað fleiri mörk.

„Þetta var skrítinn leikur. Mér fannst Vestri vera með yfirhöndina í fyrri hálfleik og við heppnir að vera í forystu. Svo fáum við á okkur víti og eftir það erum við betri og eigum að geta skorað fleiri mörk. Mér fannst líka geta komið fleiri víti, mjög furðulegt en gott að klára þetta 4-1,"

Hans Viktor Guðmundsson skoraði þriðja mark KA eftir hornspyrnu frá Grímsa.

„Ég vildi meina að ég hafi skorað úr horninu en hann segist hafa fengið hann í sig. Ætli ég verði ekki að gefa honum markið, það er ekki oft sem hann skorar, ég á bara þrennuna inni."

KA er í 7. sæti sem stendur en liðið getur endað í 8. sæti ef nær í jákvæð úrslit gegn Breiðabliki á morgun.

„Þetta eru allt erfiðir leikir. Maður veit ekki hvernig þetta raðast niður, það eru einhverjir leikir eftir. Maður veit ekki hvort ÍBV verði niðri eða uppi, þeir eiga leik á morgun sem er alveg glórulaust hjá KSÍ að hafa það þannig. Við tökum þetta og ætlum að taka Forsetabikarinn fræga," sagði Grímsi.
Athugasemdir
banner