Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
banner
   sun 14. september 2025 16:54
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Þórir Jóhann á bekknum í tapi gegn Atalanta - De Ketelaere með tvö
Charles De Ketelaere skoraði tvennu
Charles De Ketelaere skoraði tvennu
Mynd: EPA
Þórir Jóhann Helgason og félagar hans í Lecce töpuðu fyrir Atalanta, 4-1, í Bergamó í Seríu A í dag.

Landsliðsmaðurinn fékk að vísu ekkert að spreyta sig í leiknum, en hann hefur aðeins spilað tíu mínútur í fyrstu þremur deildarleikjunum.

Það gekk lítið hjá liðsfélögum hans sem fengu á sig fjögur mörk gegn Atalanta.

Varnarmaðurinn Giorgio Scalvini skoraði með skalla eftir hornspyrnu á 37. mínútu og bætti Belginn Charles De Ketelaere við öðru snemma í síðari hálfleik.

Nicola Zalewski og De Ketelaere skoruðu tvö til viðbótar á þremur mínútum áður en Konan NDri minnkaði muninn átta mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma.

Atalanta er í 6. sæti með 5 stig en Þórir og hans menn á botninum með 1 stig.

Iker Bravo var þá hetja Udinese í 1-0 sigri á nýliðum Pisa. Spánverjinn gerði sigurmarkið á 14. mínútu með þrumuskoti eftir darraðardans í teignum.

Udinese byrjar vel á tímabilinu en liðið er í þriðja sæti með 7 stig á meðan Pisa er með 1 stig.

Pisa 0 - 1 Udinese
0-1 Iker Bravo ('14 )

Atalanta 4 - 1 Lecce
1-0 Giorgio Scalvini ('37 )
2-0 Charles De Ketelaere ('51 )
3-0 Nicola Zalewski ('70 )
4-0 Charles De Ketelaere ('73 )
4-1 Konan NDri ('82 )
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
4 Cremonese 2 2 0 0 5 3 +2 6
5 Bologna 3 2 0 1 2 1 +1 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
10 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
11 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
12 Como 2 1 0 1 2 1 +1 3
13 Milan 3 1 0 2 3 3 0 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
16 Genoa 2 0 1 1 0 1 -1 1
17 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
18 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
19 Verona 2 0 1 1 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir