Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   sun 14. september 2025 17:39
Gunnar Bjartur Huginsson
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur við frammistöðu síns liðs í dag.
Rúnar Kristinsson var nokkuð sáttur við frammistöðu síns liðs í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fram heimsótti FH á Kaplakrikavöll í dag en liðin skildu jöfn 2-2. Framarar komust yfir í fyrri hálfleik en lentu undir eftir þriggja mínútna kafla í seinni hálfleik frá varamönnum FH. Þeim tókst þó að klóra í bakkann og kom jöfnunarmarkið undir lok leiks.

Mér fannst við vera með ágætis tök, þangað til Heimir gerir þrefalda skiptingu og hleypir nýju blóði í leikinn þeirra. Við náðum ekki að bregðast almennilega við þeim breytingum en svo verðum við einum fleiri og það í rauninni breytir þessu fyrir okkur. Það hefði verið erfitt að sækja mark og eitt stig, ef þeir hefðu verið ellefu inn á. En við náðum að troða inn einu marki í restina og sendum Sigurjón fram í senterinn og vorum búnir að plana það í vikunni. Við hefðum hæglega geta stolið þessu, þegar Róbert skallar framhjá."


Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Fram

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, sagði í viðtali eftir leik að Framarar hefðu reynt að svæfa og tefja leikinn mikið og þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

Ég ætla ekki að segja að við höfum verið að svæfa. Við erum yfir 1-0, staðan er fín og þá þurfa menn ekkert að flýta sér að taka innköst og svona. Þú vilt samt róa leikinn, ég meina við þurftum sigur og eðlilegt að við reynum bara að halda tempóinu niðri. Við erum að spila á grasvelli sem við erum óvanir og Fred var búinn að biðja um skiptingu eftir 65 mínútur. Ég leyfði Fred ekkert að fara útaf og sérstaklega þegar þú lendir undir, þá tekurðu ekki besta manninn í liðinu útaf."

Fram eru sem stendur í síðasta sæti efri hlutans en þeir þurfa að treysta á að Breiðablik vinni eða geri jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum á morgun, svo að þeir haldi sæti sínu þar.

Ég ætla ekkert að treysta á eitt né neitt. Örlögin eru ekki í okkar höndum og við þurfum að vona það besta. Eyjamenn hafa verið gríðarlega sterkir í sumar og komið mörgum liðum á óvart. Þannig að við verðum að vona það besta."


Athugasemdir
banner