Heimild: Vísir
Eamon Dunphy skrifaði pistil í Irish Mirror eftir sigur írska landsliðsins á því portúgalska í gærkvöld. Í pistlinum biður Dunphy landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, afsökunar. Írland vann 2-0 sigur á Aviva leikvanginum í gær og tryggði sér með því úrslitaleik gegn Ungverjalandi um sæti í umspilinu fyrir HM næsta sumar. Bakið var upp við vegg, Írland þurfti að vinna.
Heimir hefur fengið mikla gagnrýni frá því að hann tók við sem landsliðsþjálfari sumarið 2024 og margir kallað eftir því að hann verði látinn fara. Dunphy baðst afsökunar á sinni gagnrýni til þessa.
Fyrirsögnin á pistlinum var svohljóðandi: „Ég skulda Tannlækninum afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“
„Írland var frábært gegn Portúgal og ég hef aldrei verið ánægðari með að þurfa éta ofan í mig orð mín," segir svo í lýsingu á pistlinum.
Heimir hefur fengið mikla gagnrýni frá því að hann tók við sem landsliðsþjálfari sumarið 2024 og margir kallað eftir því að hann verði látinn fara. Dunphy baðst afsökunar á sinni gagnrýni til þessa.
Fyrirsögnin á pistlinum var svohljóðandi: „Ég skulda Tannlækninum afsökunarbeiðni – hann gaf okkur kvöld sem við munum aldrei gleyma.“
„Írland var frábært gegn Portúgal og ég hef aldrei verið ánægðari með að þurfa éta ofan í mig orð mín," segir svo í lýsingu á pistlinum.
„Það fyrsta sem ég vil gera er að biðja Heimi Hallgrímsson, öðru nafni Tannlækninn, afsökunar. Ég hef verið mjög gagnrýninn á hann síðustu tólf mánuði. Samt gæti ég ekki verið ánægðari með að éta ofan í mig orð mín því það sem gerðist á Aviva-leikvanginum á fimmtudagskvöld var ótrúlegt."
„Sama hvað Hallgrímsson gerir það sem eftir er ferilsins mun hann alltaf eiga þetta kvöld, þegar Írland sigraði fimmta besta lið heims og hafði betur gegn einum besta leikmanni allra tíma."
„Hrós á Hallgrímsson fyrir leikáætlunina, hans trú á bæði sig sjálfan og liðið. Þetta var snilld."
Eamon Dunphy column: 'I owe The Dentist an apology - he has given us a night we will never forget' https://t.co/gaFEDa0pKq
— Brian Flanagan (@BHDFlanagan) November 13, 2025
Athugasemdir


