Chelsea tilbúið að opna veskið - Man Utd horfir til Dortmund, Wolves og Malmö - Zirkzee eftirsóttur
   fim 13. nóvember 2025 22:44
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimir tjáði sig um rifrildið við Ronaldo - „Missti hausinn"
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo fékk sitt fyrsta rauða spjald á landsliðsferlinum í kvöld þegar hann var rekinn af velli i tapi gegn Írlandi í undankeppni HM.

Hann var rekinn af velli eftir klukkutíma leik fyrir að gefa Dara O'Shea olnbogaskot. Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari Íra, sagði fyrir leikinn að Ronaldo hafði góð tök á dómurunum.

Heimir og Ronaldo rifust þegar sá síðarnefndi gekk af velli en Heimir uppljóstraði hvað fór þeim á milli.

„Hann missti hausinn, kannski hjálpuðu stuðningsmennirnir eitthvað þarna. Hann var pirraður og brást við á þann hátt sem hann veit að hann á ekki að gera," sagði Heimir.

„Hann sagði við mig að það hafi verið sniðugt hjá mér. Hann kenndi dómaranum eða einhverjum um þetta en það er hans ákvörðun að ráðast á leikmanninn okkar."
Athugasemdir
banner
banner