Aykhan Abbasov, þjálfari landsliðs Aserbaísjan, ræddi við fjölmiðla eftir leikinn gegn Íslandi í undankeppni HM í gær. Ísland vann 0-2 útisigur í Bakú.
Hann sagði að það hafi vantað upp á yfirvegun hjá varnarmönnum liðsins og þess vegna hafi andstæðingurinn verið kröftugri í fyrri hálfleiknum.
Hann sagði að það hafi vantað upp á yfirvegun hjá varnarmönnum liðsins og þess vegna hafi andstæðingurinn verið kröftugri í fyrri hálfleiknum.
Lestu um leikinn: Aserbaísjan 0 - 2 Ísland
„Við ætluðum að ná í stig, við höfðum trú á því. En það gekk ekk upp. Við vissum hverjir styrkleikar andstæðinganna voru. Það var hvatning fyrir þá að eiga möguleika í lokaleiknum. Íslenska landsliðið hefur litið betur út í riðinum en Úkraína. Við spiluðum betur í seinni hálfleiknum, fengum færi. Við fengum einföld mörg á okkur," sagði Abbasov við fjölmiðla eftir leikinn.
Aserar vildu fá vítaspyrnu dæmda á Jón Dag Þorsteinsson í seinni hálfleiknum.
„Ég vil ekki koma með einhverja skoðun eða afsökun. En í dag var dómgæslan á móti okkur. Ákvörðunin að gefa Rustam Akhmedzade gult (á 83. mínútu) var ekki rétt. Því miður verður hann í banni í næsta leik. Vítaatvikið átti að vera víti."
Athugasemdir



