Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 13:42
Elvar Geir Magnússon
Æfði í fyrsta sinn í 550 daga - Stuðningsmenn voru búnir að gleyma honum
Pólverjinn Arkadiusz Milik.
Pólverjinn Arkadiusz Milik.
Mynd: EPA
Sóknarmaðurinn Arkadiusz Milik æfði með liðsfélögum sínum í Juventus í fyrsta sinn í 550 daga en hann hefur gengið í gegnum hrikalega erfiðan tíma vegna meiðsla.

Ítalskir fjölmiðlar segja að margir stuðningsmenn Juventus séu hreinlega búnir að gleyma því að hann sé leikmaður félagsins.

Milik kom til Juventus frá Marseille 2022 og hann hefur leikið 75 leiki fyrir ítalska stórliðið, skorað 17 mörk og átt tvær stoðsendingar.

Hann hefur hinsvegar ekki leikið síðan í 2-0 sigri gegn Monza þann 25. maí 2024.

Milik sleit krossbönd og hefur ekki stigið fæti inn á völlinn síðan. Þessi 31 árs pólski landsliðsmaður hefur lent í hverju bakslaginu á fætur öðru.

Hann æfði loksins með Juventus í gær en tók þó ekki þátt í allri æfingunni. Hann er allavega farinn að sjá ljós fyrir enda ganganna.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 15 11 0 4 34 14 +20 33
2 Milan 15 9 5 1 24 13 +11 32
3 Napoli 15 10 1 4 22 13 +9 31
4 Roma 14 9 0 5 15 8 +7 27
5 Juventus 15 7 5 3 19 14 +5 26
6 Bologna 15 7 4 4 23 13 +10 25
7 Como 14 6 6 2 19 11 +8 24
8 Lazio 15 6 4 5 17 11 +6 22
9 Sassuolo 15 6 3 6 21 19 +2 21
10 Udinese 15 6 3 6 16 22 -6 21
11 Cremonese 15 5 5 5 18 18 0 20
12 Atalanta 15 4 7 4 19 18 +1 19
13 Torino 15 4 5 6 15 26 -11 17
14 Lecce 15 4 4 7 11 19 -8 16
15 Cagliari 15 3 5 7 15 21 -6 14
16 Genoa 15 3 5 7 16 23 -7 14
17 Parma 15 3 5 7 10 18 -8 14
18 Verona 15 2 6 7 13 22 -9 12
19 Pisa 15 1 7 7 10 20 -10 10
20 Fiorentina 15 0 6 9 12 26 -14 6
Athugasemdir
banner