Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 17:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Burn átti erfitt með andardrátt og var fluttur á sjúkrahús
Mynd: EPA
Dan Burn, varnarmaður Newcastle, var fluttur á sjúkrahús eftir að hann meiddist í tapi í grannaslag gegn Sunderland í dag.

Burn þurfti að fara af velli vegna meiðsla rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Hann sagðist ekki geta andað almennilega eftir árekstur við Nordi Mukiele, varnarmann Sunderland.

Þeir börðust um lausan bolta, Burn var á undan í boltann en Mukiele skall harkalega í stóra varnarmanninn.

„Hann fór á sjúkrahús til að láta skoða rifbeinin, við vonum að hann sé heill á húfi," sagði Howe.
Athugasemdir
banner