Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 14. desember 2025 17:31
Elvar Geir Magnússon
Celtic tapaði í úrslitaleik gegn St Mirren
Mynd: EPA
Skoska stórliðið Celtic hefur tapað öllum þremur leikjum sínum undir stjórn hins franska Wilfried Nancy sem tók nýlega við liðinu.

Í dag tapaði liðið 3-1 gegn St. Mirren í úrslitaleik skoska deildabikarsins fyrir framan 50 þúsund áhorfendur á Hampden Park.

Flott afrek hjá St. Mirren sem situr í níunda sæti skosku deildarinnar. Stephen Robinson, stjóri liðsins, setti leikinn frábærlega upp og sigurinn verðskuldaður.

Jonah Ayunga var maður leiksins en hann skoraði tvö mörk. Þetta er í annað sinn í sögunni sem St. Mirren vinnur skoska deildabikarinn.

En óhætt er að segja að Nancy eigi martraðabyrjun hjá Celtic. Enginn stjóri í sögu Celtic hefur byrjað eins illa.
Athugasemdir
banner