Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   sun 14. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Man City í hefndarhug gegn Palace
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Enski boltinn er í fullu fjöri þessa helgina og eru fimm leikir á dagskrá í dag, þar sem Crystal Palace og Manchester City eigast við í afar spennandi slag.

Palace og Man City áttust síðast við bikarúrslitum FA bikarsins í maí, þar sem Palace skóp sögulegan sigur til að tryggja fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins.

Lærlingar Pep Guardiola eru í hefndarhug og þurfa að mæta grimmir til leiks á Selhurst Park ef þeir vilja ekki lenda í öðrum tapleik gegn strákunum hans Oliver Glasner.

Aston Villa, sem lagði topplið Arsenal að velli um síðustu helgi, heimsækir West Ham á sama tíma og Sunderland mætir Newcastle United í hatrömmum grannaslag.

Nottingham Forest spilar svo við Tottenham áður en Brentford og Leeds mætast í lokaleik dagsins.

Leikir dagsins
14:00 Crystal Palace - Man City
14:00 West Ham - Aston Villa
14:00 Sunderland - Newcastle
14:00 Nott. Forest - Tottenham
16:30 Brentford - Leeds
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner