Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 14. desember 2025 16:41
Elvar Geir Magnússon
Foden funheitur en Pep var ekki ánægður með hann í dag
Erling Haaland skoraði tvö mörk í dag og Phil Foden eitt.
Erling Haaland skoraði tvö mörk í dag og Phil Foden eitt.
Mynd: EPA
Erling Haaland skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 3-0 útisigri gegn Crystal Palace í dag. Phil Foden skoraði sjöunda deildarmark sitt á tímabilinu. Sex af þeim hafa komið í síðustu fjórum leikjum.

Foden er funheitur en Pep Guardiola var hinsvegar ekki ánægður með spilamennsku hans í dag.

„Hann spilaði ekki vel í dag, hann tapaði boltanum oft. Hann var að flýta sér í öllum aðgerðum. Hann verður að spila af meiri yfivegun, halda boltanum og skipta um gír á réttum tímapunkti. Að því sögðu þá er hann að gera frábæra hluti fyrir liðið," sagði Guardiola.

Sjálfur sagðist Foden hæstánægður með hvernig hefur gengið hjá honum.

„Ég er virkilega ánægður. Ég er búinn að vera á góðu skriði í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu og er hæstánægður með að mörkin halda áfram að koma," sagði Foden.

City heldur áfram að elta Arsenal og er tveimur stigum frá toppsætinu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner
banner