Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 16:50
Elvar Geir Magnússon
Hetjan Rogers: Erum ekki að hugsa um titilbaráttuna
Rogers setti á sig skikkju í dag.
Rogers setti á sig skikkju í dag.
Mynd: EPA
Aston Villa lenti tvisvar undir gegn West Ham en vann 3-2 sigur í viðureign liðanna í dag.

Morgan Rogers reyndist hetja Villa en hann jafnaði 2-2 og skoraði svo stórglæsilegt sigurmark á 79. mínútu. Villa er í þriðja sæti, stigi frá City, og heldur áfram í titilbaráttu.

„Við vitum að við getum komið okkur inn í hvaða leik sem er og getum barist fyrir því að vinna þá. Það er risastórt að hafa náð þremur stigum í dag. Við spilum fyrir hvor annan og vitum hvaða verkefni við erum í. Það gengur vel núna og við viljum viðhalda því," sagði Rogers eftir leikinn.

„Ég vil skila mínum mörkum fyrir liðið og veit að ég hef gæði til að gera. Ég er þakklátur fyrir að boltinn fór inn en mikilvægast er að við fengum þrjú stig. Ég náði að skora tvö góð mörk, sigurmarkið var aðeins betra."

Um titilbaráttuna:

„Við erum ekki að hugsa um það. Við hugsum bara um næsta leik, reynum að vinna hann og sjáum hvert það tekur okkur."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner