Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 14. desember 2025 17:18
Elvar Geir Magnússon
Howe eftir tapið í grannaslagnum: Hræðileg tilfinning
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Mynd: EPA
„Þetta var ekki okkar besti leikur. Menn voru að reyna en gæðin voru ekki til staðar," sagði Eddie Howe, stjóri Newcastle, eftir 1-0 tapið í grannaslagnum gegn Sunderland.

Ótrúlegt sjálfsmark Nick Woltemade skildi liðin að. Þjóðverjinn átti stórglæsilegan skalla en því miður fyrir hann var hann á eigið mark. Sunderland komst upp í sjöunda sæti. Newcastle er í því tólfta.

„Það voru ekki mörg færi í þessum leik og úrslitin réðust á furðulegu marki og því að við náðum ekki að búa til opnanir. Markið kom á óheppilegum tíma og var sérstaklega slæmt. Nick ætlaði sér ekki að gera þetta en það réði úrslitum. Mér fannst við hafa varist nokkuð vel."

„Við vitum hversu mikla þýðingu þessi grannslagur hefur. Við reyndum en náðum ekki okkar bestu frammistöðu. Við erum svekktir út í okkur sjálfa. Þetta er hræðileg tilfinning."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Man City 20 13 3 4 44 18 +26 42
3 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
4 Liverpool 20 10 4 6 32 28 +4 34
5 Chelsea 20 8 7 5 33 22 +11 31
6 Man Utd 20 8 7 5 34 30 +4 31
7 Brentford 20 9 3 8 32 28 +4 30
8 Sunderland 20 7 9 4 21 19 +2 30
9 Newcastle 20 8 5 7 28 24 +4 29
10 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
11 Fulham 20 8 4 8 28 29 -1 28
12 Everton 20 8 4 8 22 24 -2 28
13 Tottenham 20 7 6 7 28 24 +4 27
14 Crystal Palace 20 7 6 7 22 23 -1 27
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 20 5 7 8 26 33 -7 22
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner