Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ian Rush var á gjörgæsludeild í tvo daga
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
BBC er meðal fjölmiðla sem greina frá því að Ian Rush, markahæsti leikmaður í sögu Liverpool, sé staddur á spítalarúmi að jafna sig eftir afar slæma flensu.

Rush er 64 ára gamall og var lagður inn á spítala í síðustu viku vegna öndunarörðugleika.

Hann var fljótt færður yfir á gjörgæsludeild þar sem hann varði tveimur dögum með mikla flensu, sem hefur nú hjaðnað að mestu.

Talsmaður Liverpool þakkaði starfsfólki spítalans fyrir og tók fram að hugur Liverpool fjölskyldunnar sé hjá Rush.

Rush skoraði 346 mörk í 660 leikjum með Liverpool á árum þegar liðið vann efstu deild enska boltans fimm sinnum og gömlu Meistaradeildina í tvígang.

Rush, sem lék einnig með Chester, Juventus, Leeds, Newcastle, Sheffield United, Wrexham og Sydney á 22-ára ferli, var markahæsti leikmaður í landsliðssögu Wales með 28 mörk þar til Gareth Bale bætti metið 2018.

Rush þjálfaði Chester í átta mánuði eftir að hann lauk fótboltaferlinum en ákvað að þjálfun væri ekki fyrir sig. Hann starfar í dag sem sendiherra fyrir Liverpool og sést reglulega á heimaleikjum liðsins.

Mikill flensufaraldur er að ganga yfir Bretland þessa dagana samkvæmt tölfræði frá England, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi.
Athugasemdir
banner