Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 14. desember 2025 13:31
Elvar Geir Magnússon
Ítalía: Tvenna táningsins skilaði Milan bara jafntefli
Hinn 19 ára gamli Davide Bartesaghi opnaði markareikning sinn í ítölsku A-deildinni með tvennu.
Hinn 19 ára gamli Davide Bartesaghi opnaði markareikning sinn í ítölsku A-deildinni með tvennu.
Mynd: EPA
Milan 2 - 2 Sassuolo
0-1 Ismael Kone ('13 )
1-1 Davide Bartesaghi ('34 )
2-1 Davide Bartesaghi ('47 )
2-2 Armand Lauriente ('77 )

AC Milan og Sassuolo gerðu jafntefli í fyrsta leik dagsins á Ítalíu.

Ismael Kone kom Sassuolo yfir eftir þrettán mínútna leik eftir stoðsendingu Andrea Pinamonti en hinn 19 ára gamli Davide Bartesaghi jafnaði með sínu fyrsta marki í ítölsku A-deildinni.

Snemma í seinni hálfleik skoraði Bartesaghi aftur, að þessu sinni eftir stungusendingu Christopher Nkunku.

Armand Lauriente jafnaði fyrir Sassuolo á 77. mínútu. Aftur átti Pinamonti stoðsendingu. Nkunku fékk gott tækifæri til að skora sigurmark Milan í uppbótartíma en tókst það ekki. 2-2 urðu lokatölur.

Milan er á toppnum, einu stigi á undan Napoli sem á leik til góða gegn Udinese núna klukkan 14. Sassuolo situr í níunda sæti.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 18 9 6 3 24 16 +8 33
5 Roma 18 11 0 7 20 12 +8 33
6 Como 17 8 6 3 23 12 +11 30
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 18 6 5 7 23 22 +1 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 17 4 5 8 12 23 -11 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Pisa 18 1 9 8 13 25 -12 12
20 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner