Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
banner
   sun 14. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Lazio annað liðið í sögunni til að gera sigurmark tveimur færri
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Lazio heimsótti Parma í Serie A, efstu deild ítalska boltans, í gær og bar sigur úr býtum.

Gestirnir í liði Lazio voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en misstu Mattia Zaccagni af velli skömmu fyrir leikhlé með beint rautt spjald vegna hættulegrar tæklingar.

Síðari hálfleikurinn var nokkuð jafn en svo fékk Toma Basic rautt spjald fyrir að gefa andstæðingi sínum það sem dómarateymið mat sem olnbogaskot.

Níu leikmenn Lazio héldu áfram að berjast og náðu þeir að skora eina mark leiksins skömmu eftir seinna rauða spjaldið. Tijjani Noslin skoraði þá eftir mistök hjá varnarmanni Parma.

Lokatölur urðu 0-1 fyrir Lazio sem er í Evrópubaráttu, með 22 stig eftir 15 umferðir.

Lazio er annað liðið í sögu Serie A deildarinnar til að gera sigurmarkið tveimur leikmönnum færri, eftir að Milan afrekaði slíkt hið sama tímabilið 2016-17.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
2 Inter 16 12 0 4 35 14 +21 36
3 Napoli 16 11 1 4 24 13 +11 34
4 Roma 18 11 0 7 20 12 +8 33
5 Juventus 18 9 6 3 24 16 +8 33
6 Como 17 8 6 3 23 12 +11 30
7 Bologna 16 7 5 4 24 14 +10 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 17 6 6 5 18 12 +6 24
10 Sassuolo 18 6 5 7 23 22 +1 23
11 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
12 Cremonese 17 5 6 6 18 20 -2 21
13 Torino 17 5 5 7 17 28 -11 20
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 17 4 5 8 12 23 -11 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Verona 16 2 6 8 13 25 -12 12
19 Pisa 18 1 9 8 13 25 -12 12
20 Fiorentina 17 1 6 10 17 28 -11 9
Athugasemdir
banner
banner