Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
banner
   sun 14. desember 2025 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu markið: Fatawu skoraði mark tímabilsins fyrir Leicester
Mynd: EPA
Hinn efnilegi Issahaku Abdul Fatawu skoraði stórbrotið mark í sigri Leicester City gegn Ipswich Town er liðin mættust í Championship deildinni í gær.

Leicester vann 3-1 og skoraði Fatawu annað mark leiksins á 43. mínútu með skoti frá eigin vallarhelmingi.

Fatawu þaut framhjá tveimur andstæðingum á eigin vallarhelmingi, leit upp og lét vaða yfir markvörð Ipswich sem var kominn af marklínunni.

Boltinn flaug yfir markvörðinn og skoppaði í netið. Úr varð það sem gæti vel verið valið sem flottasta mark deildartímabilsins í Championship.

Fatawu er 21 árs gamall og var meðal annars eftirsóttur af Everton síðasta sumar. Hann er kominn með 4 mörk og 6 stoðsendingar í 21 deildarleik það sem af er tímabils.


Athugasemdir
banner
banner