Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   sun 14. desember 2025 11:34
Brynjar Ingi Erluson
Þjálfari Orra Steins rekinn (Staðfest)
Mynd: EPA
Sergio Francisco hefur verið rekinn frá spænska félaginu Real Sociedad en þetta kemur fram í tilkynningu frá Sociedad í dag.

Imanol Alguacil ákvað að hætta með Sociedad eftir sjö ár með aðalliðið en hann hafði þjálfað öll yngri liðin á undan og ákvað félagið að halda í sömu hefðir þegar það kom að því að velja arftaka hans.

Francisco var fenginn til að taka við keflinu, en hann hafði þjálfað B-lið Sociedad og unglingaliðin ásamt því að hafa stýrt Real Union.

Því miður gekk þetta ævintýri ekki upp hjá Francisco en hann hefur verið látinn fara eftir slakan árangur á tímabilinu.

Sociedad situr í 15. sæti með 16 stig, sem er langt frá því að vera ásættanlegt fyrir klúbb af þessari stærðargráðu.

Íslenski landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er á mála hjá Sociedad en ekkert verið með síðustu mánuði vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner
banner