Liverpool og Man Utd á eftir ungum framherja - Rodrygo vill fara frá Real Madrid - Rogers orðaður við Chelsea
   sun 14. desember 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Dortmund getur tekið annað sætið
Bayern mætir botnliðinu
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það fara þrír leikir fram í þýska boltanum í dag í næstsíðustu umferð efstu deildar fyrir vetrarfrí.

Borussia Dortmund heimsækir Freiburg í fyrsta leik dagsins og getur tekið annað sætið af RB Leipzig með sigri.

Dortmund er með tvo sigra í röð í deildinni en gerði jafntefli við Bodö/Glimt í vikunni eftir að hafa tapað fyrir Bayer Leverkusen í þýska bikarnum.

Ríkjandi meistarar FC Bayern eiga heimaleik gegn botnliðinu og er búist við þægilegum sigri. Bayern trónir á toppi deildairnnar, níu stigum fyrir ofan Dortmund.

Werder Bremen tekur að lokum á móti Stuttgart. Bæði lið eru aðeins búin að ná í eitt stig úr síðustu þremur umferðum en Stuttgart er í Evrópubaráttu, sex stigum fyrir ofan Bremen.

Leikir dagsins
14:30 Freiburg - Borussia Dortmund
16:30 FC Bayern - Mainz
18:30 Werder Bremen - Stuttgart
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner
banner