Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   sun 14. desember 2025 18:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Kane bjargaði stigi gegn botnliðinu - Bellingham sá rautt
Mynd: EPA
Það voru ansi óvænt úrslit í þýsku deildinni í dag þegar topplið Bayern gerði jafntefli gegn botnliði Mainz. Þetta var aðeins annar leikurinn í deildinni sem Bayern tapar stigum.

Hinn 17 ára gamli Lennart Karl kom Bayern yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Serge Gnabry. Kacper Potulski jafnaði metin fyrir Mainz í uppbótatíma fyrri hálfleiks þegar hann skoraði með skalla.

Mainz komst síðan yfir þegar Lee Jae-Sung skoraði með skalla. Bayern fékk vítaspyrnu undir lok leiksins og Harry Kane bjargaði stigi fyrir liðið.

Þetta voru ótrúleg úrslit þar sem Bayern var með boltann 85% af leiknum og Mainz skoraði úr báðum tilraunum sínum á markið.

Jobe Bellingham fékk að líta rauða spjaldið þegar Dortmund gerði jafntefli gegn Freiburg. Dortmund komst yfir en Bellingham fékk rautt spjald snemma í seinni hálfleik og Freiburg nýtti sér liðsmuninn og jafnaði metin.

Bayern 2 - 2 Mainz
1-0 Lennart Karl ('29 )
1-1 Kacper Potulski ('45 )
1-2 Lee Jae Sung ('67 )
2-2 Harry Kane ('87 , víti)

Freiburg 1 - 1 Borussia Dortmund
0-1 Ramy Bensebaini ('31 )
1-1 Lucas Holer ('75 )
Rautt spjald: Jobe Bellingham, Borussia D. ('53)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir
banner