Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
banner
   mið 15. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Arsenal mætir Tottenham
Newcastle getur stokkið yfir Chelsea
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það eru fjórir leikir á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þar sem dagskránni lýkur á hatrömmum nágrannaslag í Norður-Lundúnum, þar sem Arsenal tekur á móti Tottenham.

Arsenal getur endurheimt annað sæti úrvalsdeildarinnar með sigri og freistað þess að minnka bilið á milli sín og toppliðs Liverpool, á meðan Tottenham hefur átt afar erfitt tímabil hingað til og er óvænt í neðri hluta deildarinnar.

Newcastle United tekur á móti Wolves og getur klifrað yfir Chelsea og upp í fjórða sæti með sigri, en Úlfarnir eru í fallbaráttu með 16 stig eftir 20 umferðir.

Aston Villa heimsækir þá Everton og getur jafnað Manchester City á stigum í sjötta sæti með sigri á meðan Leicester spilar við Crystal Palace í neðri hlutanum.

Leikir kvöldsins:
19:30 Everton - Aston Villa
19:30 Leicester - Crystal Palace
19:30 Newcastle - Wolves
20:00 Arsenal - Tottenham
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Man Utd 16 7 5 4 30 26 +4 26
7 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
8 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Bournemouth 16 5 6 5 25 28 -3 21
14 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner