Man Utd reynir við Gyökeres í þessum glugga - Trent færist nær Real Madrid - Arsenal leiðir kapphlaupið um Omar Marmoush
   mið 15. febrúar 2023 10:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hann hefði aldrei talað við mig aftur"
Andri í leik gegn Val á síðustu leiktíð.
Andri í leik gegn Val á síðustu leiktíð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Andri Rúnar Bjarnason gekk í raðir Vals í gær. Andri lék með ÍBV í fyrra en rifti samningi sínum eftir tímabilið. Hann er 32 ára sóknarmaður sem skoraði 10 mörk í 25 leikjum fyrir Eyjamenn á síðasta tímabili.

Framherjinn er 32 ára gamall og hefur skorað 31 mark í 65 leikjum í efstu deild. Hann fór í atvinnumennsku eftir tímabilið 2017 hjá Grindavík þar sem hann skoraði nítján mörk í 22 leikjum, mesti markafjöldi sem hefur náðst í efstu deild á einu tímabili.

Andri var orðaður við Vestra og Grindavík í Lengjudeildinni áður en hann gekk í raðir Vals, en hann hefur tengsl við þau félög bæði. Hann er uppalinn hjá Vestra en hefur einnig leikið með Grindavík á sínum ferli.

En það var bara Vestri sem kom til greina ef hann hefði farið í Lengjudeildina núna.

„Ég er löngu búinn að segja við Samma (formann Vestra) að ég muni einhvern tímann spila aftur fyrir Vestra," sagði Andri í viðtali við Fótbolta.net í gær en Sammi sagði á dögunum að Andri myndi aldrei spila gegn Vestra í Lengjudeildinni.

„Hann hefði aldrei talað við mig aftur ef ég hefði farið í eitthvað annað lið í Lengjudeildinni. Ég sagði við hann að ef ég væri ekki að fara í eitthvað lið í toppbaráttunni þá myndi ég koma núna, en hugurinn var alltaf að fara í titilbaráttu."

Hægt er að sjá viðtalið við Andra Rúnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tók ákvörðunina á fyrsta fundi - „Tekur alla áhættu út úr þessu fyrir þá"
Athugasemdir
banner
banner
banner