Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
banner
   lau 15. júní 2024 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Fjölnir endurheimti toppsætið með glæsimarki
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjölnir 1 - 0 Þór
1-0 Baldvin Þór Berndsen ('54)

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  0 Þór

Fjölnir og Þór mættust í hörkuslag í Lengjudeild karla í dag og var staðan markalaus eftir tíðindalítinn fyrri hálfleik.

Bæði lið fengu færi til að skora sem þau nýttu ekki en síðari hálfleikurinn fór af stað með látum.

Máni Austmann Hilmarsson fékk dauðafæri í upphafi síðari hálfleiks en klúðraði því með að skjóta hátt yfir markið. Það gerði þó ekkert til vegna þess að Baldvin Þór Berndsen setti boltann í netið skömmu síðar með stórbrotnu marki langt utan af velli.

Baldvin Þór fékk boltann í lappir eftir innkast og lét vaða af löngu færi. Boltinn var á mikilli hreyfingu og kom Aron Birkir Stefánsson engum vörnum við þar sem hann stóð kyrr sem steinn á marklínu Þórsara.

Fjölnismenn voru sterkari aðilinn eftir markið og komust nálægt því að tvöfalda forystuna án þess að takast ætlunarverk sitt. Þegar tók að líða á seinni hálfleikinn voru það gestirnir frá Akureyri sem fengu færin en nýttu þau ekki.

Þórsarar fengu nokkur fín færi en heimamönnum tókst að verjast og halda forystunni til leiksloka.

Lokatölur 1-0 fyrir Fjölni sem endurheimtir toppsæti Lengjudeildarinnar með þessum sigri. Fjölnir er þar eina taplausa liðið í deildinni, með 17 stig eftir 7 umferðir.

Þór situr eftir rétt fyrir ofan fallsvæðið, með 6 stig úr jafnmörgum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner