Liverpool leitar að sóknarmanni og blandar sér í baráttuna um Ekitike - Newcastle segir Isak ekki til sölu
"Hart barist og mikið hlaupið"
Sigurður Pétur: Tindastóll klárlega draumaandstæðingar.
Jón Arnar: Ætli ég hafi ekki bara sprungið?
Veigar Páll: Við erum einu skrefi nær Laugardalsvelli
Arnar Grétars: Lið sem á að vera að keppa um að fara upp
Ekroth: Eitthvað sem við höfum rætt og erum sammála um
Sölvi Geir: Ef ég fæ að ráða þá fer hann ekkert annað
Óðinn Sæbjörns: Gríðarlega stoltur af strákunum
Ágúst Orri: Langbestu stuðningsmenn á Íslandi
Höskuldur: Ákváðum að bjóða þá velkomna í hakkavélina
„Einsdæmi í Evrópu að vera með alla þessa uppöldu leikmenn"
Rúnar Páll: Frekar rólegur leikur
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
   sun 15. júní 2025 18:27
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Davíð Smári: Skjaldarmerki þess sem Vestri stendur fyrir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vestri er komið aftur á sigurbraut en liðið lagði KA af velli í dag eftir að hafa tapað tveimur leikjum í röð þar á undan. Fótbolti.net ræddi við Davíð Smára Lamude, þjálfara Vestra, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  0 KA

„Gríðarlega sáttur við fyrri hálfleikinn en ekki neitt alltof sáttur með seinni hálfleikinn. Strákunum til varnar þá líður okkur ofboðslega vell að verjast en við þurfum að vera hugrakkari á boltann og reyna spila okkur upp völlinn, þetta var ekki alveg það sem við lögðum upp með inn í hálfleik," sagði Davíð Smári.

Gunnar Jónas Hauksson átti frábæran leik í dag og hann fékk mikið hrós frá Davíð Smára.

„Við lögðum mikið upp úr því að Gunnar yrði með okkur á þessu tímabili líka. Hann spilar af gríðarlega miklu hjarta og það er mikill karakter í honum. Gunnar Jónas er að einhverju leyti skjaldamerki þess sem Vestri stendur fyrir og smitar út frá sér. Hann er einn af þeim sem eru tilbúnir að berjast allt til enda og við þurftum að gera það í dag," sagði Davíð Smári.

Davíð Smári missti af eina marki leiksins.

„Ég var akkúrat að fá mér að drekka þegar markið kom. Mér skilst að það hafi verið mjög gott mark og ég er ánægður með það. Ég verð að skoða það aftur á Spiideo," sagði Davíð Smári léttur.
Athugasemdir
banner
banner