Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   mán 15. júlí 2024 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Kolbeinn lék í góðum sigri - Dusseldorf skoraði fimm gegn Galatasaray
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Evrópu, þar sem tvö Íslendingalið mættu til leiks í efstu deild í Svíþjóð á meðan Fortuna Düsseldorf spilaði æfingaleik við Galatasaray.

Kolbeinn Þórðarson spilaði allan leikinn í dýrmætum sigri Gautaborgar á útivelli gegn Hammarby. Gautaborg var sterkari aðilinn og vann verðskuldaðan sigur, þó að Hammarby hafi haldið mikið í boltann þá sköpuðu heimamenn sér ekki góð færi.

Göteborg fer upp í 17 stig með þessum sigri, úr 14 umferðum, og er fjórum stigum frá fallbaráttunni sem stendur.

Gísli Eyjólfsson og Birnir Snær Ingason voru þá í byrjunarliði Halmstad sem tapaði heimaleik gegn AIK.

Brynjar spilaði fyrstu 70 mínútur leiksins á meðan Gísli fékk allan leikinn en tókst ekki að gera jöfnunarmark í 0-1 tapi.

Halmstad er með 18 stig eftir 14 umferðir, tveimur stigum á eftir AIK.

Að lokum var Ísak Bergmann Jóhannesson í byrjunarliði Fortuna Düsseldorf í 5-2 sigri gegn Galatasaray.

Kerem Demirbay og Dries Mertens skoruðu mörk Galatasaray en menn á borð við Wilfried Zaha og Michy Batshuayi voru einnig í byrjunarliði tyrkneska stórveldisins ásamt Tetê, en Sergio Oliveira kom inn af bekknum.

Hammarby 0 - 1 Goteborg

Halmstad 1 - 2 AIK

Dusseldorf 5 - 2 Galatasaray

Athugasemdir
banner
banner