Arsenal vill Cunha og Gyökeres - Reijnders á óskalista City - Eriksen gæti snúið aftur til Ajax
banner
   fim 15. ágúst 2024 14:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Chante Sandiford fékk félagaskipti í Þrótt (Staðfest)
Chante Sandiford.
Chante Sandiford.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Chante Sandiford fékk félagaskipti yfir í Þrótt áður en félagaskiptaglugginn lokaði á dögunum.

Mollee Swift, markvörður Þróttar, hefur verið tæp vegna meiðsla og því sannfærði Þróttur Chante um að fá félagaskipti, til öryggis.

Chante kom fyrst til Íslands og lék fyrst um sinn með Selfossi frá 2015 til 2017.

Hún fór síðan í Hauka og var þar í tvö ár, en svo lék hún með Stjörnunni í efstu deild sumrin 2021 og 2022.

Chante lék síðast fótbolta árið 2022 með Stjörnunni en hún var á síðustu leiktíð í þjálfarateymi Grindavíkur.

Þróttur er sem stendur í sjötta sæti Bestu deildar kvenna með 20 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner