„Í upphafi gluggans sögðumst við vilja góða frammistöðu í Portúgal og sigur gegn Armeníu. Ég sagði að ég tæki þrjú stig sama hvernig við myndum ná í þau, við gerðum það ekki á fagran hátt en unnum 1-0," sagði Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari Írlands eftir sigur gegn Armeníu í undankeppni HM.
Spilamennska írska liðsins í leiknum í gær er gagnrýnd í fjölmiðlum en eins og Heimir bendir réttilega á þá var það eina sem skipti máli að taka öll stigin. Sigurinn heldur möguleika Írlands á að ná öðru sætinu opnum.
Spilamennska írska liðsins í leiknum í gær er gagnrýnd í fjölmiðlum en eins og Heimir bendir réttilega á þá var það eina sem skipti máli að taka öll stigin. Sigurinn heldur möguleika Írlands á að ná öðru sætinu opnum.
Eftir að Armenía missti mann af velli skoraði Evan Ferguson eina mark leiksins. En Ungverjaland náði stigi af Portúgal með jöfnunarmarki á síðustu stundu í gær og það setur írska liðið í erfiða stöðu.
Heimir hefur trú þó „spekingarnir“ hafi hana ekki
Það bendir allt til þess að Írland verði að fá allavega stig gegn Portúgal og vinna svo Ungverjaland í síðasta glugganum. Írskir sparkspekingar hafa ekki trú á því að Írum takist það en Heimir hefur trú.
„Það kemur ný dögun í næsta glugga og við þurftum þrjú stig hér til að halda okkur lifandi í þessari baráttu. Við vissum að við þyrftum að vinna Ungverjaland í síðasta leik en nú lítur út fyrr að við þurfum stig gegn Portúgal eða að Armenía geri okkur greiða gegn Ungverjum," segir Heimir.
„Það er stórt hjarta í armenska liðinu og þeir láta enga rúlla yfir sig. Það er ákefð og andi í liðinu eins og sást þegar þeir spiluðu gegn Ungverjum. Við höfum sýnt að við getum keppt við Ungverja og við töpuðum naumlega gegn Portúgal úti. Við þurfum bara að fara betur með stöðurnar okkar."
„Með írsku stuðningsmönnunum á heimavelli þá getum við náð einhverju út úr leiknum gegn Portúgal. Þið fjölmiðlamenn ráðið hvort þið horfið á glasið hálffullt eða hálftómt. Fjölmiðlarnir hafa mikil áhrif."
Þrátt fyrir sigurinn í gær hefur spilamennska írska liðsins fengið mikla gagnrýni í fjölmiðlum. Heimir sagðist þó vilja taka það jákvæða úr leiknum; til dæmis að liðið hefur fengið gagnrýni fyrir að fá mörk á sig snemma og gengið illa í seinni leik í landsliðsgluggum en þau vandamál hafi ekki verið til staðar nú.
Staðan í riðlinum
Portúgal 10 stig
Ungverjaland 5 stig (markatala 8:7)
Írland 4 stig (markatala 4:5)
Armenía 3 stig
Athugasemdir