Viðar Örn Kjartansson mun yfirgefa KA þegar tímabilinu í Bestu deildinni lýkur. Þetta staðfestir hann í samtali við Fótbolta.net.
Þau tíðindi koma ekki mjög á óvart, hann hefur verið í takmörkuðu hlutverki á tímabilinu og samningur hans að renna út.
Hann var ekki í leikmannahópi KA í síðasta leik og tveir leikir eru eftir af tímabilinu.
Viðar er 35 ára framherji sem er að ljúka sínu öðru tímabili hjá KA eftir að hafa þar á undan verið í áratug erlendis sem atvinnumaður.
Þau tíðindi koma ekki mjög á óvart, hann hefur verið í takmörkuðu hlutverki á tímabilinu og samningur hans að renna út.
Hann var ekki í leikmannahópi KA í síðasta leik og tveir leikir eru eftir af tímabilinu.
Viðar er 35 ára framherji sem er að ljúka sínu öðru tímabili hjá KA eftir að hafa þar á undan verið í áratug erlendis sem atvinnumaður.
Hann segir við Fótbolta.net að hann eigi allavega 2-3 ár eftir á ferlinum. Viðtal við hann verður birt seinna í dag.
Athugasemdir