Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 15. nóvember 2020 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Elísabet: Skiptir rosalega miklu fyrir félagið og fyrir bæjarfélagið
Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.
Elísabet hefur þjálfað Kristianstad frá 2009.
Mynd: Kristianstad
Sænsku úrvalsdeildinni lauk í dag. Íslendingalið Kristianstad hafnar í þriðja sæti deildarinnar og mun taka þátt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Elísabet Gunnarsdóttir hefur þjálfað Kristianstad frá 2009 og gert frábæra hluti fyrir félagið.

„Fyrir suma er þessi áfangi lítill sigur. Fyrir okkur er þetta stór sigur," sagði Elísabet í samtali við SVT Sport um árangur þessa tímabils.

„Þetta skiptir rosalega miklu máli fyrir félagið og fyrir lítið bæjarfélag eins og Kristianstad."

Kristianstad byrjaði erfiðlega á leiktíðinni en bætti sig þegar leið á, og náði að lokum Meistaradeildarsæti. Þetta er besti árangur í sögu félagsins.

Elísabet, sem var ekki á hliðarlínunni í fyrstu leikjum tímabilsins vegna veikinda, segir: „Minn helsti galli sem þjálfari er að útdeilda verkefnum. Ég er þekkt fyrir að vera stjórnsöm. Aðstoðarþjálfarar mínir fengu alla ábyrgð. Þau sýndu styrk sinn, og það hefur gert okkur að betra teymi og betra liði."

Elísabet ætlar að vera áfram með liðið. „Að fara í miðjum Meistaradeildardraumi væri klikkun, ég mun skrifa undir nýjan samning fljótlega."

Svava Rós Guðmundsdóttir og Sif Atladóttir leika með Kristianstad. Björn Sigurbjörnsson er aðstoðarþjálfari Elísabetar.

Sjá einnig:
Elísabet Gunnarsdóttir orðin UEFA Pro þjálfari
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner