Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. nóvember 2022 17:15
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM að vetri til? - „Góður tími fyrir Íslendinga"
Mótið fer fram að vetri til þar sem ekki er ekki hægt að bjóða leikmönnum upp á það að spila í hitanum sem er þar á sumrin.
Mótið fer fram að vetri til þar sem ekki er ekki hægt að bjóða leikmönnum upp á það að spila í hitanum sem er þar á sumrin.
Mynd: EPA
Frakkar eru ríkjandi meistarar.
Frakkar eru ríkjandi meistarar.
Mynd: Getty Images
Það er umdeilt að mótið fari fram í Katar vegna mannréttindabrota.
Það er umdeilt að mótið fari fram í Katar vegna mannréttindabrota.
Mynd: Getty Images
Úr leik á HM 2018.
Úr leik á HM 2018.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er innan við vika í það að HM í Katar fari af stað. Við fengum tíu vel valda sérfræðinga til að svara tíu spurningum sem tengjast mótinu áður en rúllað verður af stað.

Á næstu dögum munum við birta þessar spurningar og svar sérfræðinganna við þeim. Næst er það spurningin: Hvað finnst þér um að mótið fari fram að vetri til?

Arnar Laufdal, Fótbolti.net
Er alveg opinn fyrir því að prófa nýja hluti, en eins og margir þá er mér ekkert það vel við það að halda mótið í Katar út af ýmsum ástæðum. Finnst hins vegar vera mikill sjarmi yfir því þegar líður á mótið að henda mér upp í sófa á köldum desember degi með kósý teppi og kakó og horfa á HM í fótbolta.

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, sérfræðingur RÚV
Mér finnst það skemmtilegt. Styttir veturinn fyrir manni. Svo verður fróðlegt að sjá hvernig leikmenn koma inn í mótið. Á þessum tíma eru leikmenn að nálgast toppinn á sínu formi á meðan við erum vön því að sjá marga leikmenn þreytta eftir langt tímabil á svona stórmótum.

Gunnar Birgisson, RÚV
Algjörlega frábær nýjung, á þeim mánuðum þar sem myrkrið og vonleysið er hvað mest eru það íþróttirnar og stórmótin sem eru ljósin í enda ganganna. Og að við séum bara dekruð af sjónvarpi allra landsmanna sem sýnir okkur alla leiki mótsins svona rétt fyrir hátíð ljóss og friðar. Æji ég á bara smá erfitt með mig af þakklæti.

Helga Margrét Höskuldsdóttir, RÚV
Ég held að frá sjónarhorni íslenskra áhorfenda sé þetta frekar kósý. Skammdegisþunglyndið í hæstu hæðum og fínt að hafa eitthvað til að koma sér í gegnum það. Skiptum HM sumargrillpartýunum út fyrir HM jólahlaðborð, smákökur og heitt kakó. Gaman að prófa en efa að vetrarmót sé komið til að vera, vona í það minnsta að Katar verði ekki staðsetning mótsins í náinni framtíð.

Jasmín Erla Ingadóttir, Stjarnan
Persónulega finnst mér það bara gaman þá hefur maður eitthvað til að horfa á í vetur. Svona eins og þegar handboltalandsliðið okkar spilar á stórmótum þá bjargar það janúarmánuðinum.

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram
Það eru rosalega margir þættir sem þarf að taka inn í þessa spurningu. Þetta er öðruvísi, klárlega. Leikmenn eru búnir að vera undir miklu álagi í sínum félagsliðum og spilar það alltaf inn í undirbúning og gæði mótsins myndi ég halda. Í gegnum tíðina hefur manni fundist ákveðin rómantík að hafa HM yfir sumarið hér á Íslandi. Sem yngriflokkaþjálfari var alltaf gaman að sjá nýjar fyrirmyndir verða til á HM og krakkarnir mættir út á völl í landsliðstreyjum. Eigum við ekki bara að segja að maður geti svarað þessari spurningu almennilega þegar mótið klárast?

Sigríður Lára Garðarsdóttir, FH
Skemmtilegt að fá HM í fótbolta í nóvember/desember og svo stórmót í handbolta í janúar.

Sigurður Gísli Bond Snorrason, Afturelding
Mér fannst fyrst ömurlegt að það væri HM í nóvember en mér finnst þetta bara geggjað núna, get ekki beðið eftir að þetta fari í gang!

Tómas Þór Þórðarson, Síminn Sport
Það er skrítið eins og allt í kringum þetta mót. Það hefur líka áhrif á mig og mína vinnu persónulega þannig vonandi bara meiðast ekki of margir þannig PL snúi aftur með stæl. Verður samt alveg skemmtileg tilbreyting að fá HM á aðventunni.

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, Valur
Ég elska það að mótið fari fram að vetri til. Góður tími fyrir Íslendinga að hafa mótið að vetri til þar sem myrkrið og veðrið gerir ekki mikið fyrir okkur á þessum tíma. Þá er fínt að horfa á fótbolta.

Sjá einnig:
Með hvaða liði heldur þú?
Hvaða lið kemur á óvart?
Hvaða lið kemur á óvart?
Mest spennandi leikurinn í riðlakeppninni?
Athugasemdir
banner
banner