Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   mán 15. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ægir framlengir við algjöran lykilmann (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefan Dabetic hefur framlengt samning sinn við Ægi út næsta tímabil. Hann er á leið inn í áttunda tímabil með liðinu en liðið spilar í Lengjudeildinni næsta sumar eftir að hafa unnið 2. deild síðasta sumar.

Tilkynning Ægis:
Það er okkur mikil ánægja að staðfesta framlengingu á samningi Stefan út tímabilið 2026. Stefan hefur verið algjör lykilmaður í okkar liði frá því að hann kom til okkar sumarið 2019 og hefur því verið hjá okkur í alls sjö ár og bætir því áttunda við á næsta ári, 2026.

Stefan er örvfættur hafsent og hefur borið fyrirliðabandið hjá okkur undanfarin tímabil og leiddi okkar lið til sigurs í 2.deild 2025. Hann er ættaður frá Serbíu en hefur búið á Íslandi í mörg ár og er orðin giftur og ráðsettur hér????.

Það eru mikil gleðitíðindi að einn besti leikmaður liðsins síðustu ár taki slaginn áfram með liðinu og styrkir okkar verkefni að gera okkur gildandi í Lengjudeild á komandi tímabili 2026.
Áfram Ægir ????????????


Athugasemdir
banner
banner