Ruben Amorim segir að hann yrði mjög gllaður með að ræða við miðjumanninn Kobbie Mainoo um framtíð leikmannsins.
Mainoo vill fara frá Man Utd í janúar og Amorim er tilbúinn að ræða við hann um lán ef Mainoo vill ræða við sig.
Amorim hefur treyst Casemiro og Bruno Fernandes á miðjunni á tímabilinu og segir að Mainoo sé í samkeppni við fyrirliðann Fernandes.
Mainoo vill fara frá Man Utd í janúar og Amorim er tilbúinn að ræða við hann um lán ef Mainoo vill ræða við sig.
Amorim hefur treyst Casemiro og Bruno Fernandes á miðjunni á tímabilinu og segir að Mainoo sé í samkeppni við fyrirliðann Fernandes.
„Ef Kobbie kemur til mín og talar við mig mun ég tala við hann. Ég ætla ekki að segja hvað ég myndi segja við hann en ég yrði mjög ánægður ef hann kæmi og talaði við mig um það. Ég vil að leikmennirnir séu ánægðir og ég skil að hver og einn er með sitt markmið," sagði Amorim.
Mainoo er tvítugur en hann kom við sögu í 37 leikjum í öllum keppnum á síðustu leiktíð en hefur aðeins komið við sögu í 11 leikjum á þessu tímabili og aðeins einu sinni í byrjunarliðinu en það var í tapi gegn Grimsby í deildabikarnum.
Athugasemdir




