Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 11:43
Elvar Geir Magnússon
Hlakkar til að ræða við Óskar - „Ég þarf að spyrja 'Hvað nú?'“
Óskar Hrafn og Óli Jó.
Óskar Hrafn og Óli Jó.
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
„Hann hlýtur að þurfa að kafa í einhverjar bækur núna því sumarið hjá honum gekk engan veginn upp," segir Ólafur Jóhannesson um Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR.

Óli Jó var gestur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardaginn og talaði meðal annars um tímabilið hjá KR.

„Það væri gaman að hitta Óskar. Ég þarf að spyrja Óskar 'hvað nú?' Ég talaði lengi við hann fyrir tímabilið og hlakka til að hitta hann aftur," segir Ólafur en KR bjargaði sér frá falli í lokaumferð Bestu deildarinnar.

„Það er hægt að spila fótbolta á ýmsa vegu og ég ber alveg virðingu fyrir því sem aðrir þjálfarar eru að gera, þó það sé ekki eitthvað sem ég er hrifinn af. Það hefur enginn einn réttara fyrir sér en annar. En hann hlýtur að athuga sinn gang því það var ekki spiluð nein vörn."

Tímabilið var erfitt hjá KR og Ólafur segir að liðið hafi orðið verra eftir því sem á tímabilið leið.

„Það var talað um að þeir væru að spila svo vel, það var ekki rétt að mínu mati. Þegar þú tapar svona mörgum leikjum ertu ekki að spila vel, því fótbolti er úrslitabransi. Ég held reyndar að KR hópurinn hafi ekki verið sterkari en þetta þó þeir séu með einn besta, ef ekki besta leikmann deildarinnar, í Aroni (Sigurðarsyni). Þeir þurfa fleiri leikmenn í þeim gæðaflokki."
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Athugasemdir
banner