Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
„Vissi strax að þetta væri staður sem ég vildi vera á"
'Það sem heillar mest við Val er metnaðurinn og menningin innan félagsins'
'Það sem heillar mest við Val er metnaðurinn og menningin innan félagsins'
Mynd: Valur
Í leik með Fjölni í sumar. Hann skoraði fimm mörk í átján leikjum í sumar.
Í leik með Fjölni í sumar. Hann skoraði fimm mörk í átján leikjum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það er alveg ljóst að þetta er félag sem ætlar sér stóra hluti'
'Það er alveg ljóst að þetta er félag sem ætlar sér stóra hluti'
Mynd: Valur
„Tilfinningin er mjög góð. Valur er risa klúbbur og maður finnur strax að þetta er umhverfi þar sem kröfurnar eru miklar og metnaðurinn mikill," segir Kristófer Dagur Arnarsson sem samdi við Val í síðustu viku.

Kristófer er 21 árs og kemur frá uppeldisfélaginu Fjölni. Hann æfði með Val í aðdraganda skiptanna.

„Ég er mættur hingað því mér finnst þetta vera rétti staðurinn til að taka næsta skref á ferlinum og halda áfram að þróa minn leik. Það sem heillar mest við Val er metnaðurinn og menningin innan félagsins. Það er alveg ljóst að þetta er félag sem ætlar sér stóra hluti."

„Ég var búinn að eiga samtöl við nokkur félög í aðdragandanum en þegar Valur kom inn í myndina var ekki aftur snúið."

„Ég vissi strax frá fyrstu æfingu að þetta væri staður sem ég vildi vera á."


Hann á að baki 88 KSÍ leiki fyrir Fjölni og venslaliðið Vængi Júpíters og hefur í þeim sorað 21 mark. Hvernig er að yfirgefa Fjölni?

„Tíminn hjá Fjölni var alveg frábær og félagið mun alltaf eiga sérstakan stað í hjartanu mínu. Þar hef ég alltaf verið og þekki í raun ekkert annað. Það er gríðarlega erfitt að fara frá Fjölni og þá sérstaklega eftir að falla með liðinu, en þetta er hluti af fótboltanum og stundum þarf maður að taka erfiðar ákvarðanir. Ég hef fulla trú á að Fjölnir fari beint aftur upp í Lengjudeildina. Það er góður kjarni í liðinu og síðan eru Gunni Már og Ásgeir Frank frábærir þjálfarar."

Hans besta staða á vellinum er á miðri miðjunni, í áttunni.

„Þar fæ ég að vera mikið í boltanum og get tekið þátt í leiknum bæði sóknarlega og varnarlega."

Hver eru markmiðin með Val?

„Persónulega vil ég festa mig í sessi hjá Val, bæta mig dag frá degi og verða mikilvægur leikmaður fyrir liðið. Markmið liðsins eru augljós; vinna alla titla sem eru í boði hér heima og fara langt í Evrópu," segir Kristófer.
Athugasemdir
banner
banner
banner