Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   mán 15. desember 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leeds heppið með Calvert-Lewin - „Ferilskráin talar sínu máli"
Mynd: EPA
Dominic Calvert-Lewin, framherji Leeds, hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu en hann skoraði fjórða leikinn í röð þegar liðið gerði jafntefli gegn Brentford í gær.

Calvert-Lewin gekk til liðs við Leeds frá Everton þar sem hann átti góða spretti en meiðsli settu strik í reikninginn.

Daniel Farke, stjóri Leeds, er mjög ánægður með Calvert-Lewin.

„Hann er stórkostlegur framherji, það er ekki vafi á því, ferilskráin talar sínu máli. Ótrúleg manneskja og leggur ótrúlega hart að sér. Einn besti enski framherjinn í úrvalsdeildinni, við erum heppin að hafa hann," sagði Farke.
Athugasemdir