Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 15:00
Elvar Geir Magnússon
Man Utd vill fá miðjumann frá Bournemouth
Mynd: EPA
Manchester United tekur á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Tyler Adams, miðjumaður Bournemouth, er sagður á óskalista United.

Daily Mail segir að Adams sé á blaði hjá United fyrir janúargliuggann og ætti að kosta um 40 milljónir punda. Hann væri ódýrari kostur en Carlos Baleba, Elliot Anderson eða Adam Wharton.

Adams er 26 ára bandarískur landsliðsmaður og sagði í viðtali að hann væri fullur tilhlökkunar fyrir leik kvöldsins.

„Það er sérstök tilfinning að spila á Old Trafford, maður ólst upp við að horfa á leikmenn stíga út á völlinn. Mér finnst alltaf sérstakt að spila gegn Manchester United," segir Adams.

Adams er vinnusamur og varnarsinnaður miðjumaður en hann sýndi aðra hlið á sér þegar hann skoraði frá miðju gegn Sunderland.
Athugasemdir
banner