Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 10:55
Elvar Geir Magnússon
Rodgers að fara að synda í seðlum í Sádi-Arabíu
Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers.
Mynd: EPA
Brendan Rodgers er að taka við Al Qadsiah í Sádi-Arabíu. Hann sagði upp sem stjóri Celtic í október en stjórnarmenn skoska félagsins lýstu yfir vonbrigðum með samskiptin við hann.

Rodgers, sem er 52 ára, er fyrrum stjóri Liverpool og Leicester.

Al Qadsiah er í fimmta sæti í deildinni í Sádi-Arabíu en félagið rak Michel Gonzalez úr stjórastólnum í gær og tilkynnti að félagið myndi bregðast skjótt við með ráðningu.

Al Qadsiah er með metnað til að vinna titla og Rodgers hefur unnið titla með Celtic og Leicester. Þá komst hann nálægt því að vinna enska meistaratitilinn með Liverpool 2014.

Olíufyrirtækið Aramco á Al Qadsiah en liðið komst upp úr B-deildinni á síðasta tímabili. Meðal leikmanna liðsins eru ítalski sóknarmaðurinn Mateo Retegui, Otavio fyrrum miðjumaður Porto og belgíski markvörðurinn Koen Casteels,
Athugasemdir
banner
banner