Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 16:30
Elvar Geir Magnússon
Thiago Silva ætlar að snúa aftur í Evrópuboltann
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn reynslumikli Thiago Silva hefur ákveðið að rifta samningi við brasilíska félagið Fluminense og stefnir á að spila í Evrópu eftir áramót.

Silva, sem er 41 árs og er fyrrum leikmaður Chelsea, vonast til að vera í brasilíska landsliðshópnum hjá Carlo Ancelotti næsta sumar.

Silva ætlar að finna nýtt félag í janúar og hefur verið orðaður við endurkomu til AC Milan.

Silva á glæsilegan feril en hann yfirgaf Chelsea í fyrra og gekk í raðir Fluminense. Hann hlaut mikið lof fyrir frammistöðu sína á HM félagsliða.


Athugasemdir
banner