Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   mán 15. desember 2025 14:22
Elvar Geir Magnússon
Yrðu hræðileg mistök að reka hann fyrir jól
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: EPA
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
John Cross, íþróttastjóri Mirror.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Mirror, segir að það yrðu stór mistök hjá Tottenham að láta Thomas Frank taka pokann sinn á þessum tímapunkti.

Nottingham Forest skellti Tottenham 3-0 í gær og situr Tottenham í ellefta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Frank tók við Tottenham í sumar en liðið hefur verið í brasi.

„Tottenham þarf að gefa Thomas Frank tíma. Það yrðu hræðileg mistök að reka hann fyrir jól og gefa honum ekki tækifæri til að snúa genginu við," segir Cross.

„Tottenham er með 22 stig eftir 16 leiki sem er einu stigi minna en liðið hafði á sama stigi undir Ange Postecoglou. Það sem er verra er leikstíllinn, lágt skemmtanagildi og skortur á einkenni. Hafandi sagt það þá þarf nýr stjóri tíma til að innleiða þessa þætti. Hann var aldrei að fara að skapa velgengni yfir eina nótt."

„Frank tók við leikmannahópi sem vann Evrópudeildina en spilaði hörmulega stærstan hluta tímabilsins. Tottenham þarf annan félagaskiptaglugga og það fljótt. Það vantar gæði, karakter og baráttuanda. Tapið gegn Forest skapaði áhyggjur en liðið er bara fjórum stigum frá fimmta sætinu."

„Hvaða stjóri er laus sem ætti að gera betri hluti? Stjórar þurfa tíma. Mikel Arteta fór í gegnum mun verri kafla hjá Arsenal."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 20 15 3 2 40 14 +26 48
2 Aston Villa 20 13 3 4 33 24 +9 42
3 Man City 19 13 2 4 43 17 +26 41
4 Liverpool 19 10 3 6 30 26 +4 33
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 19 7 8 4 20 18 +2 29
8 Brighton 20 7 7 6 30 27 +3 28
9 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
10 Brentford 19 8 3 8 28 26 +2 27
11 Crystal Palace 19 7 6 6 22 21 +1 27
12 Fulham 19 8 3 8 26 27 -1 27
13 Tottenham 19 7 5 7 27 23 +4 26
14 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
15 Bournemouth 20 5 8 7 31 38 -7 23
16 Leeds 19 5 6 8 25 32 -7 21
17 Nott. Forest 20 5 3 12 19 33 -14 18
18 West Ham 20 3 5 12 21 41 -20 14
19 Burnley 20 3 3 14 20 39 -19 12
20 Wolves 20 1 3 16 14 40 -26 6
Athugasemdir
banner
banner